Airpark ehf er fjölskyldurekið fyrirtæki sem stofnað var árið 2023. Fjölskyldan hefur áratugareynslu af rekstri og leggur höfuðáherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð.
Gunnar Borgþór Sigfússon leiðir starfsemi Airpark ehf. Hann er menntaður flugvirki og hefur starfað á ýmsum sviðum í kringum starfsemi Keflavíkurflugvallar, fyrst á bílaleigu þar sem hann starfaði við þrif og afgreiðslu og síðar til fjölda ára hjá miðstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli við skipulagningu og daglegan rekstur. Sú reynsla sem og skilningur á starfsumhverfinu nýtist vel í starfsemi Airpark þegar kemur að því háa þjónustustigi sem lagt er upp með.
Starfstöð Airpark, tæplega 1000 fm steinsteypt hús, er staðsett í Sandgerði um 7 km frá flugstöðinni, þar sem fjölskyldan hefur búið og starfað í yfir 30 ár. Bíllinn þinn er geymdur í upphituðu rúmgóðu rými þar sem engar líkur eru á utanaðkomandi skemmdum. Allt svæðið er myndavélavaktað, bæði að innan og utan. Þrif aðstaða Airpark er staðsett í sama húsi, aðskilin frá geymslusalnum. Öll hreinsiefni Airpark eru gæðavörur frá framleiðandanum Carpro.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Airpark hefur enga tengingu við önnur fyrirtæki í greininni.