Skilmálar þessir gilda um öll kaup aðila á vörum og þjónustu sem eiga sér stað í gegnum netverslun Airpark ehf., á slóðinni airpark.is
Seljandi er Airpark ehf., kt. 410316-1370, Strandgötu 20, 245 Sandgerði. VSK númer: 124305.
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda 24% virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara t.d. vegna innsláttarvillu.
Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Straumi greiðslumiðlun. Að greiðslu lokinni fær viðskiptavinur sendan reikning á tölvupósti sem á uppruna sinn í rafrænu bókhaldskerfi skv. reglugerð nr. 505/2013.
Á brottfarardegi tekur starfsmaður Airpark á móti bifreiðinni til geymslu fyrir utan flugstöðina brottfararmegin. Tímasetning er samkvæmt upplýsingum í bókun. Á komudegi afhendir starfsmaður Airpark bifreiðina í skammtímastæði fyrir utan flugstöðina. Tímasetning er samkvæmt upplýsingum í bókun.
Airpark geymir bifreiðina í upphituðu og vöktuðu húsnæði á því tímabili sem bókað hefur verið og greitt fyrir.
Ef viðskiptavinur gefur upp rangar upplýsingar um stærð bíls við bókun, sem leiðir til þess að hann greiðir of lág gjöld fyrir valda þjónustu, þá verður gefinn út viðbótarreikningur fyrir mismuninum.
Afbókun skal berast til Airpark á netfangið [email protected] eigi síðar en 24 tímum fyrir bókaðan brottfarartíma. Eftir það er ekki hægt að fá endurgreitt. Endurgreiðslur eru afgreiddar hjá Airpark innan sólarhrings frá afbókun. Það er svo háð viðskiptabanka viðkomandi hvenær endurgreiðslan skila sér til viðskiptavinar.
Komi upp sú staða að bifreið verði sannanlega fyrir tjóni í umsjá Airpark ehf., þá takmarkast ábyrgð félagsins við upphæð sem nemur sjálfsábyrgð á kaskó tryggingu bílsins. Airpark ber ekki ábyrgð á tjóni vegna vélarbilunar eða skemmdum og sliti sem verða af eðlilegri notkun. Þá ber Airpark ekki ábyrgð á foktjóni utanhúss.
Ef breyting verður á flugi vegna veðurs, sem til þess að ekki er unnt að afhenda bílinn á umsömdum tíma, þá er innheimt aukagjald fyrir hvern umframdag.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um þjónustukaup nr. 42/2000, ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum ákvæði laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup.