Skilmálar

Um skilmála þessa

Skilmálar þessir gilda um sölu á vöru og þjónustu frá netverslun airpark.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar og um þá gilda ákvæði laga um þjónustukaup nr. 42/2000,  ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum ákvæði laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup.

Ef kaupandi er neytandi í skilningi 3. mgr. 1. gr. laga um neytendakaup nr. 48/2003 og ákvæði þeirra laga eru kaupanda hagstæðari en ákvæði þessara skilmála, þá skulu þau gilda framar ósamrýmanlegum ákvæðum skilmálanna. Sama á við um lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Framangreint gildir ekki ef kaupandi er ekki neytandi.

Kaupandi samþykkir skilmála þessa þegar gengið er frá kaupum í netverslun airpark.is og eru þeir grundvöllur viðskipta.

Upplýsingar um seljanda og kaupanda

Seljandi er Airpark ehf., kt. 410316-1370, Strandgötu 20, 245 Sandgerði. VSK númer: 124305.

Kaupandi er sá sem skráður er á reikning gefnum út af seljanda.

Verð og verðbreytingar

Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda 24% virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara t.d. vegna innsláttarvillu.

Airpark áskilur sér rétt til að hækka umsamið verð ef verk reynist umfangsmeira en áætlað var. Airpark mun þá upplýsa kaupanda um stöðuna og óska eftir fyrirmælum um áframhaldandi vinnu. Berist fyrirmæli frá kaupanda ekki innan sanngjarns frests er Airpark heimilt að hætta vinnu við verkið og á félagið þá kröfu á kaupanda um greiðslu fyrir þá vinnu sem innt hefur verið af hendi.

Greiðslur og reikningar

Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Straumi greiðslumiðlun. Að greiðslu lokinni fær kaupandi sendan reikning á tölvupósti sem á uppruna sinn í rafrænu bókhaldskerfi skv. reglugerð nr. 505/2013.

Afhending bifreiðar til geymslu

Á brottfarardegi tekur starfsmaður Airpark á móti bifreiðinni til geymslu fyrir utan flugstöðina brottfararmegin. Tímasetning er samkvæmt upplýsingum í bókun. Á komudegi afhendir starfsmaður Airpark bifreiðina í skammtímastæði fyrir utan flugstöðina. Tímasetning er samkvæmt upplýsingum í bókun.

Airpark geymir bifreiðina í upphituðu og vöktuðu húsnæði á því tímabili sem bókað hefur verið og greitt fyrir.

Breytingar vegna veðurs

Ef breyting verður á flugi vegna veðurs, sem til þess að ekki er unnt að afhenda bílinn á umsömdum tíma, þá er innheimt aukagjald fyrir hvern  umframdag. 

Rangar upplýsingar í bókun

Ef kaupandi gefur upp rangar upplýsingar um stærð bíls við bókun, sem leiðir til þess að hann greiðir of lág gjöld fyrir valda þjónustu, þá verður gefinn út viðbótarreikningur fyrir mismuninum. 

Afbókun og endurgreiðslur

Afbókun vegna geymslu skal berast til Airpark á netfangið [email protected] eigi síðar en 24 tímum fyrir bókaðan brottfarartíma. Eftir það er ekki hægt að fá endurgreitt. Afbókun vegna þrifa og mössunar skal berast með sama hætti innan 48 tíma fyrir bókaðan tíma.

Endurgreiðslur eru afgreiddar hjá Airpark innan sólarhrings frá afbókun. Það er svo háð viðskiptabanka viðkomandi hvenær endurgreiðslan skila sér til viðskiptavinar.

Ábyrgðamál

Það er á ábyrgð kaupanda að bifreið viðkomandi þoli hefðbundinn háþrýstiþvott (110bar/1600psi). Airpark notast við öruggustu þvottaaðferðir sem í boði eru, en aldrei er hægt að ábyrgjast 100% þvottarispulaus þrif.

Við mössun bifreiðar þynnist lakkið og hætta er á að glæra lakkhúðarinnar slípist niður. Kaupanda er skylt að tilkynna Airpark ef bifreið hefur verið mössuð áður eða lakk kann að vera þunnt af einhverjum ástæðum.

Keramíkhúðun hefur þriggja til fimm ára uppgefinn endingartíma frá framleiðanda sem miðast við rétt þvottaskilyrði og kjörnar umhverfisaðstæður. Airpark ber ekki ábyrgð á rýrnun húðunar ef réttu viðhaldi, gefið upp af framleiðanda (gtechniq), er ekki fylgt og/eða umhverfisþættir stuðla að rýrnun.

Kaupandi skal tilkynna Airpark ef bíll eða hluti bíls hefur nýlega verið málaður. Ekki er heimilt að bera keramíkhúðun eða bón á nýmálað lakk innan 30 daga. Airpark tekur ekki ábyrgð á tjóni ef kaupandi tilkynnir ekki um nýmálað lakk.

Airpark ábyrgst ekki slit á tauefnum sætis eða teppa vegna djúphreinsunar. Þá ábyrgst Airpark ekki myglumyndun í tauefnum eða svampi ef fyrirmælum um áframhaldandi þurrkun er ekki fylgt. Tjón á rafbúnaði eða öðrum rafbúnaðartengdum hlutum sem orsakast af snertingu vatns við rafbúnað, víra eða takka, er ekki á ábyrgð Airpark. Við leðurhreinsun ábyrgst Airpark ekki slit á leðri, upplitun, matta áferð eða það að saumar leðurs losni. Þetta á einnig við um önnur leðurlíki.

Airpark ábyrgst ekki að bílsæti eða barnastólar séu réttilega festir í bifreið eftir þjónustu hennar. Til að koma í veg fyrir slys, skal kaupandi ganga úr skugga um að þessir hlutir séu örugglega rétt festir við afhendingu bílsins.

Komi upp sú staða að bifreið verði sannanlega fyrir tjóni í umsjá Airpark ehf., þá takmarkast ábyrgð félagsins við upphæð sem nemur sjálfsábyrgð á kaskó tryggingu bílsins. Airpark ber ekki ábyrgð á tjóni vegna vélarbilunar eða skemmdum og sliti sem verða af eðlilegri notkun. Þá ber Airpark ekki ábyrgð á foktjóni utanhúss.

Lög og varnarþing

Um skilmála þessa og samning aðila gilda íslensk lög og réttarreglur. Rísi ágreiningur á milli aðila skulu þeir leitast við að leysa hann sín á milli, en að öðrum kosti vísa honum til Héraðsdóms Reykjaness til úrlausnar.