Ferlið

Við viljum að ferlið sé sem einfaldast og þægilegast fyrir þig.

Þú bókar þær dagsetningar sem þú vilt að við geymum bílinn fyrir þig.

Og alla þá þjónustu sem óskað er eftir.

Við biðjum þig að áætla þann tíma sem þú gerir ráð fyrir að vera fyrir utan flugstöðina brottfararmegin. Ef breytingar verða á þeim tíma er gott að senda SMS með uppfærðum tíma í númerið 780-0770. 

Við sækjum bílinn við flugstöðina og keyrum hann beint inn í aðstöðuna okkar sem er upphituð, örugg og myndavélavöktuð.

Við fylgjumst með fluginu þínu.  Við heimkomu færðu SMS sem við biðjum þig að svara með textanum „tilbúin/n og bílnúmer“ þegar þú hefur fengið töskurnar í hendurnar. Dæmi „Tilbúinn BRB-33“ 

Við hittum þig í komusalnum með lyklana og bílinn kláran í skammtíma-stæðunum beint fyrir utan.

Á háannatímum má gera ráð fyrir 500 kr. gjaldi sem greiðist til ISAVIA vegna afhendingar á komustæðunum þeirra.

Einnig mun kílómetrastaðan óhjákvæmilega aukast um 15 kílómetra, vegna keyrslu að geymsluhúsnæði og aftur til baka á flugvöll.