Starfsmaður Airpark bíður eftir þér brottfararmegin við flugstöðina og tekur við bílnum. Við heimkomu bíðum við eftir þér í komusalnum og afhendum þér bílinn og lyklana.
Við fylgjumst með fluginu þínu! Það er því mikilvægt að vera viss um að vera með rétt flugnúmer þegar bókun er gerð. Ef breytingar verða á flugi til dæmis dagsetning eða flugnúmer getur þú sent okkur tölvupóst með uppfærðum upplýsingum á netfangið [email protected] eða haft samband í síma 780-0770. Ef aukdagur bætist við vegna fresturnar á flugi, þá er rukkað fyrir hann.
Ef rangar upplýsingar voru gerðar við bókun eða þær breytast getur þú sent uppfærðar bókunarupplýsingar á netfangið [email protected]
Ef bóka þarf með minna en sólarhrings fyrirvara biðjum við þig að hafa samband í símann okkar 780-0770.
Allir bílar eru geymdir inni í upphituðu, öruggu, eftirlitsvöktuðu húsnæði frá því að við tökum við bílnum og þar til honum er skilað.
Allir starfsmenn Airpark ehf eru í merktum fatnaði við móttöku og afhendingu bíla.
Já, þar sem við erum íslenskt þjónustufyrirtæki, þá leggjum við áherslu á að allir okkar starfsmenn séu íslenskumælandi.
Við afhendum allar bifreiðar komumegin við flugstöðina á skammtímastæðum ISAVIA fyrir utan komusalinn. Til að tryggja að bíllinn sé sem næst flugstöðinni, er hann keyrður inn á svokölluð komustæði við skráðan komutíma í bókun. Á háannatíma má gera ráð fyrir 500 kr. rukkun frá Isavia.
Þú sendir póst á [email protected] með fyrirsögninni „Afbókun“ og tekur fram pöntunarnúmer.