Mössun og Coat

Mössun og Coat

Coat – Fullkomin vörn fyrir lakkið. Hágæða keramikhúðun veitir bílnum þínum varanlega sterka vernd gegn rispum, óhreinindum og veðrun, auk þess að tryggja fallegan gljáa og endingu til lengri tíma.
Veldu keramikhúðun fyrir langvarandi gljáa og vörn!

Viðmiðunarverð fyrir keramikhúðun:

  • Fólksbíll : 35.000 kr.
  • Lítill Jeppi 40.000 kr.
  • Stór Jeppi 45.000 kr.
  • Yfirstærð 60.000 kr.

Keramikhúðun á felgur:

  • 20.000 kr. fyrir alla bíla

Keramikhúðun á rúður:

  • Fólksbíll : 15.000 kr.
  • Lítill Jeppi 17.500 kr.
  • Stór Jeppi 17.500 kr.
  • Yfirstærð 20.000 kr.

Athugið að til að unnt sé að framkvæma húðunina þarf einnig að kaupa þrif að utan og S1, S2 eða S3 mössun, þar sem slíkt er nauðsynlegur undirbúningur fyrir húðunina. Við mælum alltaf með því að Coat sé sett á lakk, rúður og felgur.

Fyrsta stigs lakkleiðrétting er aðeins fyrir nýja eða nýmálaða bíla. Þessi þjónusta fjarlægir framleiðslu- og flutningsgalla sem kunna að hafa myndast áður en bíllinn kemst í hendur eiganda. Með þessari leiðréttingu fjarlægjum við smávægilegar rispur og ófullkomleika, auk þess að auka gljáa lakksins. Við notum aðeins gæðaefni til að tryggja hámarksárangur, sem gerir bílinn þinn glansandi og nánast fullkominn.

Viðmiðunarverð fyrir mössun:

  • Fólksbíll : 60.000 kr.
  • Lítill Jeppi 65.000 kr.
  • Stór Jeppi 70.000 kr.
  • Yfirstærð frá 85.000 kr.

Athugið að til að unnt sé að framkvæma mössunina þarf einnig að kaupa þrif að utan þar sem slíkt er nauðsynlegur undirbúningur fyrir mössunina. 

Annars stigs lakkleiðrétting er ætluð til að endurnýja og fríska uppá útlit bílsins. Þjónustan felur í sér hækkun á gljástigi og fjarlægingu flestra þvottarispna, sem bætir verulega yfirborð lakksins. Að jafnaði náum við 60-80% árangri í leiðréttingu lakksins á þessu stigi sem gerir bílinn þinn flottan. Athugið að lakkleiðrétting á svörtum eða mjög dökklituðum bílum krefst meiri vinnu og er því verðmetin hverju sinni.

Viðmiðunarverð fyrir mössun:

  • Fólksbíll : 85.000 kr.
  • Lítill Jeppi 95.000 kr.
  • Stór Jeppi 105.000 kr.
  • Yfirstærð frá 115.000 kr.

Athugið að til að unnt sé að framkvæma mössunina þarf einnig að kaupa þrif að utan þar sem slíkt er nauðsynlegur undirbúningur fyrir mössunina. 

Þriðja stigs lakkleiðrétting er tilvalin fyrir þá sem vilja bílinn sinn í frábæru ástandi, nánast eins og nýjan. Þessi þjónusta býður upp á hámarksleiðréttingu og nær 90-95% árangri. Við fjarlægjum nánast allar rispur og kvilla og hækkum gljástigið verulega til að ná fram óaðfinnanlegu útliti. Athugið að lakkleiðrétting á svörtum eða mjög dökklituðum bílum krefst meiri vinnu og er því verðmetin hverju sinni.

Viðmiðunarverð fyrir mössun:

  • Fólksbíll : 115.000 kr.
  • Lítill Jeppi 135.000 kr.
  • Stór Jeppi 145.000 kr.
  • Yfirstærð frá 155.000 kr.

Athugið að til að unnt sé að framkvæma mössunina þarf einnig að kaupa þrif að utan þar sem slíkt er nauðsynlegur undirbúningur fyrir mössunina. 

Hafðu samband

Hvers vegna Airpark

Öryggi

Upphitað og vaktað húsnæði.

Heildarþjónusta

Þú setur saman þinn pakka.

Áreiðanleiki

Áratuga reynsla af rekstri fyrirtækja.